7.4.2008 | 13:54
Punktablogg=)
Well nenni ekki að blogga neitt að viti,,þannig að ég hendi bara inn nokkrum punktum
* Er alveg svona 99.9 % búin að fá íbúðina,fundur í kveld
* búin að versla mér rúm,sófa og græja rest í vikunni
* ekki alveg að standa mig í ræktinni,helvítis letin að hellast yfir mann
* Spennandi hlutir að gerast,,segi ekkert meira frá því
*Keypti mér LOKSINS miða á fló á skinni,förum 25 apríl,,dróg Aubí og Flagga með
* Börnin mín yndisleg og lífið er ljúft
* Nýdönsk á laugardaginn,,aldrei að vita nema maður skelli sér,nema eitthvað annað gerist heheh
Þangað til næst
Unan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2008 | 13:53
STRENGIR:S
Eigum við að ræða eitthvað þessa strengi eitthvað sjetturinn,,er að drepast hehe maður ætlar alltaf að byrja voða rólega en gerir það aldrei,,, ætlaði að bakka um 2 vikur í þyngdunum sem ég hef verið að taka,,en nei nei ég var svo full af orku að þær þyngdir sem ég var að drulla á mig með rétt fyrir mót reif ég bara upp eins og ég hafi ekki gert annað hahahaha þvílíkur munur á orku eftir að maður fór að éta almennilegan mat en núna verður bara étið og étið,safnað á sig speki og fullt af vöðvum og svo kemur maður bara mun strekari inn næstu páska,,stefni bara á fitnessið sjálft,,ekki módelið,,fannst ég ekki alveg eiga heima í þessum flokk þar sem allar stelpurnar voru 86-88 módel,,nema ég og ein önnur þannig að núna er bara að spíta í lófana og vera dugleg Sunna við tökum bara á því saman í sumar á milli vakta en annars bara lítið í fréttum,,held það sé næstum skothelt að ég fái íbúðina og þá mun ég fá hana í næstu viku,,fluttum til ma og pa í gær,,og shitturinn ég varð svona 20 kg léttari,eins og það hafi verið einhver byrgði að búa þarna,,ætla svo bara að pakka niður í rólegheitum,,reyndar ekki mikið að pakka niður þar sem ég læt allar stóru mublurnar vera,,ætla að kaupa mér allt nýtt keypti mér líka þetta fína rúm í gær,höfuðgafl og náttborð fæ það náttla ekki fyrren í næstu viku enda engin þörf fyrir það á meðan ég er á hótel mömmu og pabba Mér tókst ekki að plata neinn í gær,,var að vonast til þess að getað platað einhvern,,en flestir voru nú ansi varir um sig og létu ekki plata sig,,,næ þeim seinna en jæja ætla að fara panta mér húsgögn og eitthvað meira........
megið svo alveg vera dugleg að commenta,,ekki alveg að fatta allar þessar heimsóknir og enginn kvittar
Þar til næst
Unan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.3.2008 | 20:05
=)=)=)=)
Well þá er líka þessi veislan hjá skvísunni minni búin,,stóð á haus í gær við að henda á einhverjar tertur og var reyndar handlama eftir að hafa sprautað kærleiksbjörninn hehe en alveg nokkrir afboðuðu sig útaf veðri þannig að það er alveg slatti afgangs,en fer bara með það í wörkið og fólkið getur kjammsað á því þar,,ég ætla ekki að fá mér neitt hehe ný vika að byrja og ný plön,,ætla að hætta að vera flóðhestur og éta eins og svín,,það verður hinsvegar skúndað í ræktina eftir alveg viku gott og át mikið frí,þýðir ekkert að hanga einsog einhver ræfill,heldur verða lóðinn og brettinn mössuð núna ekkert betra en það... en já annars fátt í fréttum ,,sækji um íbúð á morgun og vonandi fæ ég hana bara yrði fátt betra en það...... þá verður bara skúndað inná Ak og keypt allt nýtt í búið,, en jæja krakkarnir komnir í ró og ég er að hugsa um að gera það sama,,er að murkast úr þreytu eftir daginn.... JÁ og eitt ef ykkur líkar ekki það sem ég skrifa þá bara hættiðið að skoða síðuna mína ekki flóknara....
Kveðja
Unan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 19:23
Eigum við að ræða þetta eitthvað=)
Akkúrta núna þá líður mér eins og 350 kg flóðhesti stútfull af bjúg og ógeði það sem hefur ekki farið ofan í mig um helgina er hafragrautur,skyr,kjúklingur og grænmeti,,allt annað hefur átt leið sína inn fyrir mínar varir og líður mér alveg eftir því,JAKKK algjör viðbjóður nældi mér líka í þessa fínustu pest búin að vera drulluslöpp og ekkert komist í ræktina..verður tekið hrikalega á því eftir helgina og sjæse hvað mig kvíður strengina sem eiga eftir að láta finna fyrir sér annars er lítið í fréttum,,er en að bíða eftir leiguíbúð en vonandi fer eitthvað að koma þar á hreint,langar bara að koma mér héðan út og koma okkur krökkunum fyrir á nýjum og góðum stað Pabbi þeirra er að koma heim um helgina og alveg nettur kvíði að fá hann í land þar sem aðal áhugi hans á að koma heim er til þess að fara á fyllerí með stráknum alveg hreint frábært,,hvað segir maður 5 ára gömlu barni þegar pabbi hans stoppar í 3 daga og alveg 1 1/2 sólahringur fer í það að vera EKKI með þeim en ætla ekki að láta það pirra mig,,ætla að halda líka þessa svaka veislu handa skvísunni minni á sunnudaginn þar sem hún var nú 2 ára 9 mars og ég var ekki í stuði til að vera baka einhver góðgæti og mega ekki bragað á því sjálf þannig að ég lét það bíða eitt gott áðan þá tók ég úr vélinni föt af skvísunni og það er ekkert lítið sem kemst í vélina af fötum af henni..svo var ég búin að henga allt upp og fínt,kem þá inni stofu,,nei nei þá var vinan búin að týna næstum allt af snúrunni að reyna brjóta saman hahah þá var tilraun 2 að henga upp aftur,,gekk fínt þangað til ég kom aftur eftir svona 5 mín,,nei nei vinan aftur búin að rífa af snúrunni takk fyrir,,nennti sko ekki að henga upp í 3 skiptið og henti því í þurrkarann hehe hún er algjör vargur þessi elska..... en jæja ætla að fara skutla þeim uppúr baði og uppí rúm
Megið svo endilega vera dugleg að kvitta fyrir ykkur alveg slatta margir að kíkka hingað inn en enginn kvittar=)
Kveðja
Unan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 20:17
Snilldar helgi =)
Já þá er þessi snilldar helgi bara á enda Shitt það var reyndar bara geggjað á mótinu,,gekk allt þvílíkt vel og ég var þvílíkt sátt með daginn stóð mig bara held ég nokkuð vel,klikkaði ekki á pósunum eins og síðast,,eða þá klikkaði ég á bakstöðunni,en var með hana alveg klára núna,,illa sátt með það var líka í miklu betra formi núna heldur en síðast þannig að þetta var bara snilld,,stemminginn bakvið var náttla engum lík,maður er bara strax búin að gleyma þessum 3 mánuðum sem maður eyddi í undirbúning fyrir þetta og farin að hugsa um næsta mót bara,,kannski set ég stefnuna á næsta mót,en á alveg eftir að hugsa það pínu lengur hehe en annars er helgin bara búin að fara í sukk og ógeð,,lít út fyrir að vera komin marga mánuði á leið svo viðbjóðslega bumbult hehe enda verður það ræktin á morgun og tekin nett brennsla á því hrista sukkuði í burtu, en já ég og Aubí mín skelltum okkur að sjálfsögðu á djammið í gær og vá það var reyndar bara snlldin ein,fór í matinn i sjallanum sem byrjaði eitthvað um hálf 11 og átum á okkur gat og drukkum eins og svín,,sumir alveg drukknari en aðrir,,annars var ég bara nett hress sko,Lifði alveg lengur en til 01:00 eins og einn vinur minn sagði við mig að ég myndi drepast um tólf eða eitt,því líkaminn myndi ekki þola þetta áfengi haha ég hélt nú ekki og liði til 06:00 þá dó ég og vakanði líka svona mígandi full kl 9 ,,en já hafði ekki alveg stjórn á mér lét alveg eina heyra það og hefði sjálfst hjólað í hana ef Egill félagi hefði ekki komið og dregið mig út hahaha nötraði alveg að reiði,,en það er búið núna hehhehe svo þurftu sumir að láta aðstoða sig á klósettinu og svona skemmtilegt hahahaha aðrir fóru á nett flipp og hinir töluð við fjarsteringuna bwhahahahaha snilldar kvöld bara,,hef held ég ekki skemmt mér svona vel í marga mánuði
Takk allir fyrir æðislega helgi,,
Ætla að fara kúra fyrir framan tv,heilsan ekki alveg jafn góð og fyrir 15 mínútum
Kveðja
Unan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.3.2008 | 10:44
Mótsdagur :D:D:D:D
JEijjj loksins komin mótsdagur Sólin skýn og þvílíkt gott veður,,algjör snilld en já ég vaknaði kl 6 í morgun til að græja mig,,fór svo í greiðslu kl 7 og förðun kl 8 útkoman líka svona sættanleg,,bara sátt brunaði svo inneftir á fund og svona,,ligg svo bara í chillinu heima hjá Aubí minni þangað til ég á að mæta í myndartöku kl 12... svo er forkeppnin kl 15 hjá okkur,ætla þó að mæta fyrr og horfa á vaxtaræktina svo er bara aðalfjörðið í kvöld kl 20:00 allir að mæta í höllina og horfa á,,það er bara gaman fékk miðana í hendurnar áðan fyrir matinn og það á morgun,,shitt hvað það verður gaman,, bjórinn komin í kælingu og allt klárt hehehe jæja ætla að skella mér fyrir framan imbann og kannski loka aðeins augunum,,,, hafið það gott elskurnar,,og þið sem eruð að fara keppa á morgun,,gangi ykkur ógó vel,,
Sjáumst svo hress annað kvöld
Unan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2008 | 13:38
Allt að hafast =)
Jæja ætti mar ekki að reyna setja eitthvað smá niður þetta er allt saman að hafast,,lokaspretturinn að klárast og mér líður akkúrat núna eins og ég sé 550 kg takk fyrir 4 dagar til stefnu og sjæse þetta verður bara gaman.... komin með bæði bikinin í hús og þau bara smell passa á mig litaða bikinið er bara geggjað illa sátt með það ...... en shitt hvað það verður gott þegar þetta er allt saman búið,,fékk svaðalegt sykurfall í ræktinni á laugardaginn að Gauta leist ekkert á þetta,,sendi mig bara heim og sagði mér að fá mér einhver einföld kolvetni og leggja mig svo bara,, lagðist svo uppí með prinsessunni minn,,alveg best í heimi og við sváfum í 3 tíma,,shitt ég var að deyja úr þreytu,,fannst einsog fæturnir væru 300 kg en þetta lagaðist fljótt og ég vaknaði líka svona þvílíkt hress í morgun ekki til þreyta og bara ljúft,,næstu dagar munu svo einkennast að því að drekka lítið sem ekkert og og éta fíflarót og kalorid töflur,,já og auðvitað þetta vanalega,skyr og kjúlla mmmmmmm nice... en morgundagurinn verður stífur,plokkun og litun og vax á höndum strax eftir vinnu,svo verður brunað til ak... miðvikudaginn þá skelli ég mér í litun og klipp strax eftir vinnu og svo neglur hjá Helgu Skvísu um kvöldið..brjálað að gera næstu daga,fimmtudaguirnn verður svo bara tekin í ró og systa kemur þá norður og ætlar að maka mig í brúnkukreminu góða
P.s 5 DAGAR Í DJAMMIÐ GÓÐA VÍVVÍVÍVÍVÍ
Kveðja
Unan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2008 | 16:00
Punktablogg=)
* 8 dagar í íslandsmótið snelld;)
* Allt að verða klárt,komin með bæði bikinin og sundbol
* Sunna Hlín sem er með síðuna vöðvafíkn.net var svo æðisleg að hjálpa mér að fá bikini,,takk sæta
* Fötin koma úr merkingu á morgun
* Ég er ógeðslega SVÖNG,þreytt og pirruð
* hlakka mikið til þegar þetta verður búið
* Klipping,litun,plokkun,litun,vax og neglur í næstu viku
* Brjálað djamm á laugardeginum eftir mótið,búin að kaupa mér miða
* Allir að mæta á djammið
Farin í einkaþjálfun
ADIOS
Unsa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2008 | 17:48
Já fínttt=)
Jæja hvað segiði þá,,ekki nema 11 dagur til stefnu og allt sett á fullt,skapið farið að segja nokkuð mikið til sín og maginn hreinlega ÖSKRAR á meiri mat,er svöng allan djö fokking daginn og er ekki alveg að höndla þetta allt saman en ætla nú samt að klára þetta er samt í bullandi vandræðum því mig vantar en litað og svart bikini og ég bara hreinlega þekki ekki einn einasta mann sem gæti lánað mér en kannski einhver sem að keppir á laugardeginum gæti reddað manni,,ætla að ath það..... en annarst skelltum við okkur á ak í dag ég og skvísa litla og keyptum birgðir af kjúlla,brokkolí og bleyjum hehe það eina sem þarf að vera til jú og skyr keypti svo páskaeggin handa krökkunum og splæsti einu á mig,,jamm ætla að horfa á það á hverju kvöldi og minna mig á það hvað það verður helvíti gott að kjammsa því í sig í þynnkunni á páskadagsmorgun heheh búin að græja pössun báða dagana og er svo bara að fara panta mér miða á annars þennan snilldar mat í sjallanum,, veit samt einhver hvernig þetta verður,sæta röðun eða fyrstir koma fyrstir fá ???? hey já svo var litla skvísan mín hún Amalía Björk 2 ára í gær þessi elska,trúi því ekki að það séu komin 2 ár síðan hún skaust í heiminn,,úff alltof fljótt að líða,,ég var leiðinleg mamma eins og einn orðaði það,því ég hélt ekki uppá veislu handa henni,ætla bara að gera það þegar mótið er búið og svona hún hefur hvort eð er ekkert vit á þessu hehehe en jæja er að hugsa um að skella einhverju í potta handa krökkunum að eta og gera mér einhvern góðan kjúlla
en þið sem eruð að fara keppa um páskana,,gangi ykkur ógó vel svona síðustu dagana og munið bara að þetta er allt saman að verða búið og svo þess virði að klára þennan áfanga sjáumst svo hress á djamminu með hammara í annari og bjórinn í hinni
p.s fólks róið ykkur í sögunum takið þetta til ykkar sem eiga........
kveðja
Unan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2008 | 20:37
Djöfullllllll !!!!!!!!!
Jæja þá er djö mælinginn búin,,ekki alveg nógu sátt 1,6 prósent farið niður á 2vikum,veit ekki alveg hvort ég eigi að vera sátt eða ekki,,,en Gauti sagði mér reyndar að horfa frekar í spegilinn heldur en hitt þar sem hann lýgur ekki og jú hann sýnir mér að ég sé alltaf að bæta mig,,dómararnir mæla víst ekki prósentuna hehe en annars var hann bara sáttur með mig stöðugar endurbætingar í hverju setti og eins líka þyngingar,þannig að hann sagði að þetta væri bara gott,hefði reyndar viljað byrja svona mánuði fyrr þá hefðum við getað séð einhvern massívan árangur,,en er sátt með kallinn 2 vikur í mót og bara spenna í gangi,keypti í dag föt fyrir fyrsta atriði og þau eru komin í merkingu verða klár eftir helgi búin að kaupa mér skóna og trúlega búin að redda mér bikínunum sem mig vantaði,,ef ein sem keppir á laug er tilbúin til að lána mér þar sem ég keppi á föstudeginum,,kemur í ljós en á laugardeginum þá verður þetta svaka ball shitt hvað mig hlakkar til,,mar þarf að panta miða á þetta,þannig að stelpur ef ykkur langar að koma með mér og borða góðan mat og drekka brennsa og fínerí þá endilega talið við mig og ég græja miðana,kostar 4000 fyrir manninn en jæja er að hugsa um að fara henda grislingunum í háttinn,,ræktina kl 6:30 sveitt brennsla og svo wörkið....OG mig langar SVO mikið í ristað brauð með kotasælu mmmmm
Adios
Unan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)