29.1.2007 | 23:13
Geggjað DJAMM (",)
Jæja Gellzur... Enn og aftur þá er ég á undan ykkur að blogga Bwahaha en jæja þá er helgin búin og við Gellzurnar skemmtum okkur alveg konunglega
Eins og við vorum búnar að segja þá fórum við að djamma á Óló. Við hittumst heima hjá mér og spörsluðum í hrukkurnar og klæddum okkur í djammgallann... Grrrr..
Svo var haldið upp í Tjarnarborg á Þorrablót... Það var byrjað á "TÖFRATEPPINU" fyrir matinn.... (Sunna við hugsuðum um þig allan tímann) Og svo tóku við ein og ein ferð á Barinn... Þeir verða að fara að skipta um starfsfólk á barnum.. Þær eru nebbla svo skemmtilegar að manni langar alltaf aftur og aftur á barinn.... Hehehe Við vorum sko EKKI að kaupa okkur Brennsa...
Eða mig minnir ekki... Bwahahahaha
En já það voru GEGGJAÐ FYNDIN SKEMMTIATRIÐI.... Gefum skemmtinefndinni eitt feitt klapp hérna....
Og svo náttla vorum við svo skemmtilegar að það reddaði restini af kvöldinu heheh En svo tók við feitur Dansleikur.. og skemmtum við okkur mjög vel... Sveittar á efri vörinni á Dansgólfinu...
Og sungum hástöfum
Geggjað svalar!!!! Svo náttla þurfti, takið eftir "ÞURFTI" ég að halda PARTÝ
Og Birkir nágranni var líka með PARTÝ
Svo það var bara hlaupið á milli... Heheh Geggjaður stemmari.. Eða það fannst mér allaveganna
Svo var það bara beddinn sem beið mín klukkan 6.. Ohhhh... Það var bara næs að fara að sofa...
Svo kom Þura með Guðmund Orra um eitt því hann var orðinn svo þreyttur og þurfti að fara í vagninn... Svo ég þurfti að gjöra svo vel að rífa mig upp af mínu feita rassgati og þrífa pleisið mitt.... Meiri vitleysan í manni að halda partý.... Alltaf að þrífa í þynkunni... Maður á að liggja upp í sófa og hafa það næs... Minnið mig á það næst... Heheheh Er nebbla geggjað munaðarlaus
En BTW það voru bara vinir mínir í partýinu.... Gangið þið um svona heima hjá ykkur... Hmmmm.... Leyfið mér að svara.... NEIBB!!!!
Ahhh Djö var gott að létta aðeins á sér heheh
Set inn myndir þegar ég verð búin að ná í myndavélina mína.... Mæja mín var að taka myndir fyrir mig... Er nebbla ekki að standa mig á "CAMERUNNI" SVo Takk elsku Mæja mín
En annars er bara allt gott að frétta Er að spá í að fara í BÍÓ á morgun og gista á Akureyri
Vonandi verður ógeðslega gaman hjá mér
En jæja ætla að fara að leggja mig er ógeðslega sibbin
SterZ GellZ
Athugasemdir
Við skulum taka það fram að ég var ekki í þessu partýi hehe því ég geng sko ekki svona um bwhahaha
en takk elskurnar fyrir djammið algjör snilld,,svo verður bara tekið á því aftur 7 apríl og þá eigið þið að taka þann dag frá bannað að beila,,og Esther enginn utanlandsferð þá,,,sorry verður bara að fresta henni elskan
Stunan (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.