7.2.2007 | 23:05
Vinna - Vinna (",)
Hellú alle sammen Jæja þá er komið að enn einu blogginu mínu... Ætla að reyna að halda áfram að blogga hérna... Fyrst mar er nú byrjaður...
En allaveganna þá hrindi Grétar í mig í gærkveldi og bað mig að koma í vinnu í 2 daga í Skiltagerðinni
og ég var ekki lengi að svara honum því ég er að rotna hérna... Ég vaknaði kl. 8 og fór með litla Gullmolann minn á leikskólann og fór svo á Símafund útaf Guðmundi Orra kl. 9.... svo fór ég í ræktina kl. 11 og að vinna í Skiltagerðinni kl. 1 til 5 og þá beint upp á sjoppu og var þar til 10.... Semsagt geggjað planaður dagur... Svo á morgun þá verð ég bara að vinna fram að hádegi.. Ef það nær því.... Svo er það ræktos kl. 12 og svo Akureyris city.... Þarf að fara með G. Orra í sjúkraþjálfun... Svo það er annar planaður dagur... heheh Stíflað að gera hjá mér.....
En fundurinn sem ég fór á var geggjað skrítinn eikkað.... Ég var voða lítil í mér en fór nú samt ekki að gráta en það var nú ekki langt í það... Við vorum bara að tala um litla engilinn minn og svo hvað þarf að gera fyrir hann og svona.... Æi ég get alveg átt mína slæmu daga og liðið illa yfir því að geta ekki gert "ALLT" fyrir hann... En svona er bara lífið og ég er alveg sátt með það... Ég get ekki breytt neinu og elska hann eins og hann er
En það eru því miður ekki allir sem geta skilið það að mér líður illa og eru að hneykslast á mér úti í bæ... Ég nenni ekki að pirra mig á þessu fólki en líður samt mjög illa yfir því að heyra svona úti í bæ... En allavegana þið sem ég veit um að hafi verið að hneykslast.... þá held ég að þið ættuð frekar að þakka fyrir það að eiga heilbrigð börn og njóta lífsins... Þið vitið ekkert hvað ég er að ganga í gegnum og hvað fer í gegnum hausinn á mér á hverjum degi og hvað ég hugsa á hverjum degi þegar ég fer og vek hann... Ég þakka bara Guði fyrir það á hverjum degi að hann sé hjá mér... Vildi óska þess að ég kæmist yfir einn ákveðinn dag og gæti farið að lifa eðlilegu lífi... En ég held að maður gleymi bara aldrei sumum dögum.... En svona er mitt líf... Ég vildi bara aðeins létta á mér því ég þoli ekki að heyra þetta og þegar fólk er að öfundast út í mig og segja að ég sé aldrei með barnið mitt... Það vill svo ömurlega til að ég er einstæð móðir og er ekki svo heppin að geta lifað á loftinu svo ég þarf að vinna og á það æðislega foreldra sem hafa hjálpað mér endalaust mikið þannig að ég get unnið og borgað mína reikninga... Og svo hafa þau líka verið svo æðisleg og tekið hann og leyft mér að kíkja út með vinum mínum... Því þau vita alveg hvenær ég þarf á því að halda... en ætla ekki að pirra mig meira hérna...
Er bara að missa geðheilsuna hérna....
En sem betur fer á ég góða vini og ég veit hverjir eru vinir mínir Takk fyrir alla hjálpina þið sem eigið það skilið...
Þið hin... Ég held að þið ættuð að fara að læra að slappa af og njóta lífsins og hætta að spá í því hvað náunginn er að gera... Reynið að vera hamingjusöm... Það myndi ég gera ef allt væri fullkomið hjá mér og þá er ég ekki bara að tala um barnið mitt heldur er margt að hrjá mig líka....
SterZ - Þunglynda... Kveður...
Allir orðnir þunglyndir á að lesa þetta pirrings blogg dauðans... ARG..
Athugasemdir
Hey elskan mín þú átt sko hrós fyrir það sem þú ert búin að ganga í gengum
, og þeir sem eru endalaust að baknaga þig eru bara að drepast úr öfundsýki yfir því hvað þú átt yndislegt barn
og sú eða sá sem er að segja þetta um þig fær sko á baukinn frá mér og það fast
love you honzan mín
Unan (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 07:40
h
Freyja (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:40
jájá Sælar... er ekki að átta mig á þessu systemi... hehe
En mig langaði bara að kvitta fyrir mig, mér finnst mjög gaman að lesa um alla vitleysuna í ykkur og náttla líka allt þetta gáfaða sem þið gerið.... Og elsku Esther, ekki taka mark á fólki eða láta það fara svona í þig, þú veist betur:-)
kv.Freyja
Freyja (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.