Gott báðum megin....

Jæja er ekki tími til kominn að Sólarlingurinn komi með eina eldheita færslu. Kannski verður þessi jafn heit og bringann á mér eftir alla sólina;)

Þetta er bara eftir gærdaginn!!!! Það var nánast rok og rigning allan tímann sem við vorum þarna:S Ekki gott mál. En ég fékk allavegana bikinifar;) hahahaha

Eyddum tveimur dögum í að keyra á einhverja sem annað hvort var uppselt í (Alhambra í Granada) eða búið að loka á okkur þar sem við vorum svo lengi á leiðinni (vínkjallari rétt hjá bænum sem við vorum í). Ímyndið ykkur lágheidina nema bara upp og niður fjall líka, ekki bara beygjurnar, í 2 tíma. Þannig var vegurinn sem við fórum þegar við hefðum átt að keyra á mótorvegi í svona 20 mín. Btw var ég sko ekki að keyra. En við grenjuðum okkur allavegana inn á þetta vínkjallarafólk og fengum smá smakk í rigningunni.

Við "mæðgurnar"

Svo er ég alveg búin að plana það að þegar/ef ég eignast börn þá ætla ég sko að láta líða svona 5 ár á milli. Allavegana ekki að vera með 3 börn undir 5 ára eins og í þessari ferð. Var með alla krakkana í tvö kvöld, 1, 3 og 5 ára og jisus hvað það var mikið bras. Sérstaklega þegar Lára Lilja fékk ælu pest og ældi út alla villuna!!!! Stelpur þið eigið alveg hrós skilið að halda geðheilsunni með börnin ykkar þó að þau séu náttla öll algjör yndi:)

Gormarnir sem voru með okkur Svenni og Lára Lil:)

Núna hljóma ég eins og ég hati börn sem ég geri auðvitað ekki. Annars væri ég nú örugglega í öðrum vinkonuhóp:P Langar bara ekki í mín eigin alveg strax:)

Svo langar mig að tilkynna það að það eru bara 17 dagar í að ég komi til landsins!!!! Úfff get ekki beðið sko:) Hlakka svo til að knúsa ykkur allar gellzurnar mínar:*

Verðum að taka eitt reunion á þetta:)

Jæja nóg í bili, heimta svo fullt af kommentum á þetta, spurning um að skella leyniorði á þetta hjá okkur. Alltaf fullt af laumupúkum út um kvippinn og kvappinn að forvitnast;) hehehe

Adios


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úú ekkert smá stutt í þig elskan:) hlakka svo til að fá þig og knúsa og kreista  en ég er sko til í smá tjútt þegar þú kemur,svo verður tekið á því á sjómannadaginn,,shitt hvað það verður geggjað þá össs mar... en knús í klessu heyrumst elskan

Stunan (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 19:54

2 identicon

Homeblest, gott báðum megin.. bara snilld :D hehehe

hlakka til að fá þig heim, og fara í megrun :D hehehe.. blessuð :*

Kamilla Mjöll (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:05

3 identicon

Ohhhh sakna þín svo,,,þetta fer alveg að verða búið elskan  get ekki beðið að fá að knúsa þig aftur!! en hey við verðum að taka djamm áður en þú ferð aftur,,þót það verði alveg svaðalegt á sjómannadaginn!! öss öss öss,,fæ alveg fiðring í mallann minn  

Hildur (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 01:27

4 identicon

Ég er nú e-ð að beila á sjómannaballinu. Varla að ég nenni að hætta á e-ð brjálað drama. En ég ætli ég komist nokkuð upp með það að vera heima.

En já við verðum líka að taka djamm helgina sem ég kem heim. Þýðir ekkert að bíða endalaust eftir sjómannadeginum;) hehe

Sunna (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband