18.10.2006 | 20:21
Ekki að standa okkur....
Jæja ég held að það sé alveg kominn tími á að við gellzurnar bloggum.... Sunnan mín er farin út og ég er að rotna úr leiðindum því ég sakna hennar svo geggjað mikið að ég gæti dáið... muhu... En ég ætla að fara að skoða mér flugfar á netinu því ég ætla að heimsækja hana....
Svo það verður ROAD TRIP...
En ég er að segja ykkur það að ég fór inn á Akureyri á mánudaginn....Bara svona eins og alla aðra mánudaga og fimmtudaga.... Nema það að Afi Gunni ákvað að koma með mér... Ekki málið en svo fékk mamma bílinn minn lánaðan á Dallas svo ég fór til Afa og spurði hvort við gætum ekki farið á hans bíl... Ekki vandamálið!!!! Ég ákvað nú að keyra drossíuna hans... Því ég er skít hrædd við gamalt fólk í umferðinni... En ok afi á Daihatsu Terios "CHEERIOS" og þetta er mesta drusla sem ég veit um!!! Ég er að segja ykkur það að ég var á 100 km hraða og bíllinn var í næstum 4000 snúningum hehehe ekki alveg að höndla hundraðið..... En svo fór ég niður brekku og bíllinn hefur farið í svona 105 km hraða og þá heyrðist í afa "ertu í 3. gír stelpa..." Ég bara Nei ég er í 5. gír... Og sýndi honum það.... Afi bara já ok.... Og ég grenjaði úr hlátri því að bíllinn var í 4000 snúningum og var ekki alveg að höndla lífið hehehehe Mæli ekki með þessum bílum
En ég ætla nú ekki að drulla meira yfir þessa bíla því að það eru orðnir 5 bílar á Óló í "Cheerios klúbbnum" En nóg um þetta....
Ég er flutt og búin að koma mér geggjað vel fyrir Bara nice að búa þarna... En svo er það bara djamm á Óló um helgina... Allir að mæta á ball
Bara gaman....
En við höfum ekkert bloggað í smabandi við afmælið mitt og Sunnu.... Þetta var bara gaman og það var bara mikið drukkið.... Unan bara frá um miðnætti hehehe Ég og Sunna dóum upp á lofti og aumingja Ásta Rós sem ætlaði að gista hjá okkur var alltaf að pikka í okkur og biðja okkur að fara að koma heim en Sunna bara kvæsti á hana og sagði bíddu aðeins og svo þegar hún ýtti í mig þá snéri ég mér bara undan hehehe Geggjað skemmtilegar... Eða ekki En ég get ekki lýst þessu afmæli nema bara "GEGGJAÐ" Það var svo margt að ske og fullt af fólki mætti og það var bara gaman
Takk fyrir komuna... Allir sem komu
Hafði ekki rænu á að kveðja hehehe
En jæja ætla að fara að kíkka á unglingana.... Er að vinna fyrir Gísla í Féló svo.... Bæjó
SterZ GellZ
Athugasemdir
Bara að kvitta fyrir mig, fann þessa síðu fyrir tilviljun og mun pottþétt fylgjast áfram með ykkur Gellzunum :)
Gullý (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 20:44
Hæhæ:) takk sömuleiðis fyrir gott teiti ..:)
Rannveig (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 05:51
Eg sakna thin lika elskan:* thu verdur ad koma til min bradlega:)
Sunna (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.