21.7.2008 | 03:40
Fínasta helgi...
En ein helgin búin,mér finnst tímin reyndar bara fljúga áfram sem er bara gott,styttist óðum í utnalandsferðina góðu ekki nema 14 dagar
En helgin var hin rólegasta,,föstudagurinn fór bara í leti líf alveg búin á því eftir vikuna,sofnuð snemma sem gerist mjög sjaldan,en það var reyndar ástæða fyrir því,,ræs kl 07:00 á laugardeginum og stefnan sett á strandarmót inná árskógsandi Arnar kom í land um 6 leytið og kom til okkar um 07:00 og vakti krakkana við mikin fögnuð,þau vissu ekki að hann væri að koma heima,reyndar bara stutt millilöndun en engu að síður gaman fyrir guttann að fá pabba sinn með á eitt mót,Skvísan nuddaði augun í svona korter áður en hún áttaði sig á því að þetta væri pabbi hennar að vekja hana og sagði svo bara við hann "langar heim með pabba" við brunuðum svo inneftir á mótið,,Gabriel spilaði 5 leiki og náði pabbi hans 3 af þeim en var farin aftur um hádegi sem einkenndist af miklum gráti hjá eldri manninum,alls ekki sáttur með að pabbi sinn þyrfti að fara aftur Amalía var reydnar ekkert að fatta þetta en spurði mikið um pabba sinn allann daginn..en hann kemur aftur í land eftir nokkra daga þannig að þau sættust á það.....
Leikirnir töpuðust reyndar frekar stórt en þó ekki eins og á nikulásarmótnu,,klárlega framför hér á ferð mótið var svo búið um 3 leytið og brunuðum við bara strax heim þar sem litir fætur voru orðnir frekar lúnir á þessari útiveru og hlaupum enda ekki þekkt fyrir það að vera kjurr í eina einustu mínútu
um kvöldið var farið í grillpartý til Mæju Pæju með Liljunni og Hönnu Stellu,fínasti matur og litlu dýrinn skemmtu sér vel á trampólíninu,,vorum komin heim um 21:00 og þá kallaði rúmið hátt,við mægður sváfum bara saman þessa nóttina,enda var hún ekki á því að fara sofa í sínu rúmi því hún ætlaði sko að fara til pabba síns heheh litla rassgatið....
það var ræs kl 06:30 á sunnudagsmorguninn og ég þakkaði henni pent fyrir og tjáði henni það að það væri en nótt,,já nei hún ætlaði sko ekki að bíta það í sig enda skein sólina líka svo fínt og gargaði á að maður væri framúr,tók þetta hinsvegar ekki í mál og lokaði inní herbergi og sagði henni að fara sofa tók alveg tímana tvo en hún sofnaði þó og svaf til að verða 9 þessi elska Þá tók við stríðsástand,,hún er nefnilega farin að vilja velja fötin sín sjálf og ég hef reyndar ekki komið henni uppá það en ætlaði að leyfa henni að velja sokkana sína sjálf,það tók alveg dágóða stund þannig að það endaði með því að ég tók sokka úr skúffunni og sagðist ekki nenna þessu lengur,labbaði fram og þá byrjaði mín að garga á mig,svara henni vanalega ekki þegar hún er með svona gargfrekjutón,, en gafst upp á endanum og kallaði til baka frekar hátt,,"viltu hætta þessu" þá heyrðist í minni " þú ert lei-inleg" og rauk inní herbergið sitt eigðum við að ræða þetta eitthvað HÚN ER 2 ÁRA TAKK FYRIR hehehehehe ég átti reyndar bágt með mig og vissi eiginlega ekki hvað ég átti að segja Gabriel Hlóg reyndar bara af systur sinni og fannst þetta frekar fyndið.....
eftir þetta drama hjá skvísunni minni þá ákváðum við að skella okkur í sund í góða veðrinu og þar lét daman alla vita að mamma sín væri lei-inleg fínt hehehe hún er náttla bara á besta aldri þessi elska...
en næst á dagskrá hjá okkur er svo 6 ára afmælisveislan hjá guttanum,,hann verður 6 ára 25 Júlí og þá verður náttla slegið uppí svaka partý hann getur auðvitað ekki beðið eftir því að verða 6 ára þessi elska
en jæja held þetta sé komið gott í bili,,ætla að reyna að gera eitthvað hérna á vaktinni,,reyndar dauð úr þreytu og á ekki eftir að getað farið að sofa fyrren annað kvöld úfff púfff morgundagurinn verður klárlega erfiður
Hafið það gott elskurnar og munið að koma fram við aðra eins og þið viljið láta koma fram við ykkur
Kveðja
Unan
Athugasemdir
Það er ekki að ástæðulausu að þessi aldur er kallaður "the terrible 2´s"
Gullý (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:40
Blessuð og takk fyrr lykilorðið, já mamma sagði mér að þau hefðu nú tapað eh leikjum en þau skoruðu í síðasta leiknum hehe.. bara gaman af þeim.. kv Júlía
Júlía G Poulsen (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:41
hehe já þau skoruðu nú eitt mark,,eða lánsmaðurinn hahaha
Unan (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 15:53
hahahah hún er svo mikið rassgat híhí hefði alveg viljað sjá svipinn á þér :0) Takk fyrir tímann sem við áttum saman.
Er mikið að spá í að panta sól og blíðu á meðan þú ert úti pullan þín <3<3
mússímúss
Lilja (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 09:05
Takk sömuleiðis elskan verðum samt að hittast allaveganna einu sinni áður en ég fer út desert og allur pakkinn þá múhahahaha og auðvitað Sexterinn með líka
Unan (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 13:56
bwahahahaha þetta litla grjón Hún er svo mikið rassgat þessi elska Hún verður sko skellibjalla eins og mamma sín!! En váá hvað þetta á vel við tveggja ára aldurinn ""the terrible 2´s" eins og Gullý sagði snilld
Luvvvvv knúsídúllusinn minn
Hilla Pilla (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 18:06
Skot á þig NEI !!!
Þú ert bara svo mikil trendsetter Una mín .. var að segja alveg satt var að blaðra við gaurinn í 4 1/2 tíma í gærkv.. Og við vorum reyndar rétt í þessu að klára annað 4-5 tíma session á Skype
Lilja (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 21:10
Til hamingju með strákinn..... þetta er klárlega besti dagurinn til að eiga afmæli..... magnað fólk fætt á þessum degi
Hulda (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.