27.8.2008 | 11:51
Lanzarote :P
Það er klárlega komin tími á smá blogg frá manni en við littla fjöllan skelltum okkur til Lanzarote 5 ágúst og vorum í 2 vikur,,fengum alveg geggjað veður og hátt í 40 stiga hita á hverjum degi,,bara ljúft Fengum 2 skýja daga sem voru klárlega vel þegnir eftir nokkra daga í mikilli sól og hita...
Krakkarnir fýluðu sig auðvitað í botn,Amalía var reyndar ekkert sátt með sundlaugina fyrren svona um 4 leytið því þá var hún farin að hitna aðeins og þar gat hún verið til 6-7,var ansi oft í vandræðum með að ná henni inn hehehe skelltum okkur svo reyndar bara einu sinni á ströndina,var ekki alveg að nenna að vera þar,tók náttla bara tímana 2 að hreinsa allt þegar maður kom heim,gjörsamlega allt útí sandi hehehe
Ég skellti mér svo á Jet-ski og sælllll þetta er bara snilld,láta sig flakka á öldurnar og svona,,geri þetta pottþétt aftur... synti svo útí einhverja eyju sem er fyrir utan ströndina og jeminn eini "sveini" bwhahahaha þetta var helvíti á jörðu,,hélt ég myndi deyja,,fannst þetta ekkert langt þegar ég horfði þangað en þegar ég var að synda þetta þá hélt ég að þetta tæki aldrei enda,fékk sjó uppí nefið og trúiði mér það er viðbjóður hehehe en ég komst á leiðarenda og synti svo aftur til bak,mun auðveldara ekki með öldurnar framan í mig hehehe Gústa frænka kom á móti mér og ætlaði að hjálpa mér í land ef ég væri orðin þreytt,,ég spurði hana á leiðinni hvernig í ósköpunum hún ætlaði að bjarga mér,150 á hæð og 50 kg ,,ég nokkrum cm hærri og nokkrum kg þyngir hehehehe
annars var farið út að borða nánst hvert kvöld,,elduðum reyndar nokkrum sinnum heima,sem er bara gott..... skellti mér ekkert á djammið þarna,enda átti þetta ekki að vera þannig ferð en drakk þó nokkra mojitos það er bara snilld sko hhehehe
en á mánudeginum,deginum áður en við fórum heim þá var hringt í mig og okkur boðið að vera viku lengur frítt með fullu fæði ef að það hefði ekki eitthvað betra beðið mín heima þá hefði ég pottþétt þegið þetta flugum svo heim um kvöldið á þriðjudeginum og vorum komin til landsins á miðvikudagsmorgun,,nokkra tíma seinkun og fluginu og svona skemmtileg heit.... var svo bara í borginni fram á föstudag
á laugardaginn kíkktu svo Steran mín og Júlía í smá heimsókn,ætluðum að kíkka á barinn en ég fékk enga barnapíu þannig að við ákváðum bara að sitja heima og sötra smá hvítvín og spjalla bara,,svo mættu Heiddi,Oliver og Christian hingað og sátu með okkur,svaka stuð,mikið drukkið og mikið hlegið einsog enginn væri morgundagurinn þetta verður klárlega endurtekið aftur seinna,,nema þá verður kannski drukkið aðeins minna,,vorum alveg verulega veikar á sunnudeginum,ég var farin að blanda vodkan í epladjús og kristal hehehe því blandið var búið,en bragðaðist bara helvíti vel bwhahahah
á mánudaginn var svo byrjað aftur í ræktinni og jesús,,var búin að lofa sjálfri mér að byrja bara rólega,,nei nei ég kann það bara ekkert og er búin að labba um einsog útriðin hæna síðan þá,er góð með gamlafólkinu í vinnunni ,,labba í takt við þau hahahaha ætlaði aldrei að koma mér uppúr sófanum í gærdag,tók alveg tíma sko..... við Esther erum svo komnar í átak fram í október,hún ætlar að missa nokkur kg en ég ætla að bæta á mig hehehe.. ef henni tekst þetta þá ætlar hún að koma með mér suður 17 okt og hitta kamó og sunnuna okkar.....
Æla.is búin að vera á þessu heimili síðan á laugardaginn,,hef ekkert getað unnið og er komin með mígandi samviskubit yfir því,,,, Gabriel fór fyrsta daginn í skólann í morgun,snéri svo við og ætlaði sko ekki að fara í skóla,,ehem byrjar vel það hehehe Amalía byrjaði svo á leikskólanum á mánudaginn,, og hefur ekki farið síðan útaf veikindum,,ömurlegt,,en fer vonandi á morgun þessi elskan
svo er það vonandi borgin í næstu viku kemur í ljós um helgina...
ætla að reyna að gera eitthvað hérna... setti inn myndir af ferðinni hjá krökkunum www.gabrielogamalia.barnaland.is
Kveðja
Unan
Athugasemdir
Gott blogg og klárlega komin tími á það ;) Esther er nu alltaf jafn ýkt í þessum kílóum sínum. Hún léttist kannski ekki mikið þó fitan hrinji af henni ;) Kemur bara betra í staðin.
Djö öfunda ég ykkur samt á að nenna þessu. Ég er bara enn að aðlagast hérna og mér sýnist það ætla að taka svoltinn tima. Ég er rétt farin að rata í skólann og heim. Meira er það ekki. Svo var ég svo stálheppin að ég fékk kvef og er bara þvílíkt tussuleg. Alltaf notar maður allar afsakanir hehe.
En gangi ykkur vel í ræktinni. Ég er að melta það að fljuga heim 16. okt þvi ég er í vetrarfríi en það er októberfest þannig ég er ekki alveg ákveðin.
KamZ Hall (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:11
Já sællll gleymdu því að fljúga heim gæsin þín stingur ekkert af úr borginni þegar við erum að koma sko,,ég er reyndar að fara gera smá annað líka..... híhíhíhí og ferðin mín er aðalega útaf því en mar tekur auðvitað djamm sko,,og svo er noðurlandarmótið í fitness þessa helgi líka
Una (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:40
Hey Stuna ertu ekki game í Skítamóral um helgina... Er búin að græja driver og alles ;)... Ég verð driverinn ;)
Esther Gestsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:50
SAY WHAT,,SKÍTAMÓRALL en ég er að vinna kvöld og morgunvakt,,en hey gæti kannski svissað ehem hver veit
Una (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 14:51
Tja sjáum til... langar reyndar að vera í borginni þegar sexterinn drullar sér hingað. Treysti nu ekki á að´hun komi oftar en einu sinni múhahaha.
En Esther min.. KANNTU ANNAN !!! Neiiii idjók.. góða skemmtun á skító ;)
KamZ Hall (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 16:23
Ekkert skímó sko! átak í gangi hér ;) hehehe....
Flottar myndir úr útlandaferðinni ;)
Nanna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:07
ÞAð er fínt að fara á skímó og vera edrú ;) og taka brjálaða brennslu á dansgólfinu hehehe
Esther (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.